KK&Gaukur tónleikaferð

KK og Gaukur verða á ferð um landið í haust. Þeir munu spila úrval af lögum KK og aðrar hugljúfar dillandi melódíur. KK er landsmönnum kunnur en Gaukur er að hasla sér völl. Hann hefur m.a. verið að spila á munnhörpu með Kaleo undanfarið.
Með KK verður hann töluvert að spila slide gítar eða Hawaii gítar eins og það er líka kallað og raddar í bluegrass stíl. KK ætlar að vígja nýjan gítar á túrnum, forlátan Collings gítar frá Texas.
Og allt verður þetta flutt gegnum 1 hljóðnema.
Þetta gæti orðið ansi skemmtilegt.

Visit Egilsstaðir

Visit Egilsstaðir
Kaupvangur 17
700 Egilsstaðir
S. 470 07 50
info@visitegilsstadir.is

Egilsstaðir area

Social Media

   

© 2008 - 2019  | Egilsstadir region |  ABOUT US  |  SITEMAP

Division