Atlavík er falleg vík í Hallormsstaðarskógi sem liggur að Lagarfljóti. Atlavík var áður vinsælt tjaldsvæði en þar sem ekkert rafmagn liggur niður í víkina kjósa fleiri að tjalda í nýja tjaldstæðinu við Höfðavík sem býður upp á meiri þægindi. Það eykur enn á friðsældina í Atlavík. Eins og á öðrum stöðum í Hallormsstaðaskógi veita tignarleg trén skjól en veðursældin í Atlavík er engu lík. Börn elska að busla í fljótinu á góðum degi og svæðið er kjörið til að njóta útiverunnar.

Þarna er gott tjaldsvæði með leiktækjum fyrir börnin.
Í Atlavík eru tvö salernishús með heitu og köldu vatni, uppvöskunaraðstaða með heitu vatni, losun fyrir húsbíla, salerni fyrir fatlaða með aðgengi fyrir hjólastóla, útigrill og leiksvæði.´
Í Hallormsstaðaskógi eru margar, fallegar gönguleiðir fyrir alla fjölskylduna. Göngukort eru staðsett fyrir framan hverja gönguleið, en þau má líka finna á tjaldsvæðinu sjálfu og á Egilsstaðastofu. 

Göngukort af svæðinu.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X