Skíðasvæðið í Stafdal er í 15 mínútna akstursfjarlægð frá Egilsstöðum. Í Stafdal sem liggur á milli Efri-stafs og Neðri-stafs í Fjarðarheiði, eru skíðalyftur og skíðabrekkur við allra hæfi, jafnt fyrir lengra komna sem styttra. Barnalyfta er einnig á svæðinu. Svæðið er flóðlýst að hluta.
Hægt er að kaupa léttar veitingar um helgar í skíðaskálanum. Auk þess að vera eitt af betri svigskíða- og brettasvæðum á landinu eru möguleikarnir endalausir í Stafdal. Þar er einnig í boði frábært göngu- og vélsleðasvæði.Kort af svæðinu má sjá hér.
Skíðasvæðið er opið frá desember – maí.
Allar upplýsingar um aðstöðu, opnunartíma, vetrarkort og verð má sjá á stafdalur.is
Símsvarinn í Stafdal er 878 1160.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X