Selskógur er útivistarsvæði austan Egilsstaða handan við Eyvindará. Hann er kjörinn til útivistar og samkomuhalds allt árið um kring. Um skóginn liggja skemmtilegir, kurlbornir stígar í fallegu umhverfi. Á köflum liggur stígurinn meðfram ánni og er útsýnið þar yfir afar fagurt. Auk þess eru fjölmargir minna greiðfærir stígar sem gaman er að kanna, fótgangandi eða á hjóli. Gönguleiðirnar sem liggja um skóginn eru í mishæðóttu landslagi og hver ætti að geta fundið sér gönguleið við hæfi. Víða eru áningarstaðir með bekkjum þar sem gott er að tylla sér niður og hlusta á árniðinnn og fuglasönginn. Í miðjum skóginum, Vémörk, eru leiktæki fyrir börn á öllum aldri, grill og borð og bekkir. Þar er einnig stór grasflöt þar sem hægt er að fara í fótbolta eða fara í leiki svo eitthvað sé nefnt. Útileikhús er í skóginum þar sem haldnir eru tónleikar og leiksýningar undir berum himni og skátafélagið Héraðsbúar er þar með aðstöðu. Á vetrum er lögð þar gönguskíðabraut og er hún lýst upp er skyggja fer.

Fáðu þitt eintak af korti af Selskógi hér.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X