(N65°30,88-W13°59,79) // 6 -7 klst/hrs

Stórurð er án efa eitt stórfenglegasta náttúrufyrirbrigði á Austurlandi ogþó víðar væri leitað. Talið er að hinar stóru steinblokkir sem einkennaStórurð hafi fallið niður á ís sem síðan flutti þær fram dalinn og mótaðiþannig þessa undraveröld. Hinu sérstæða landslagi Stórurðar er erfitt aðlýsa með orðum, en það er vissulega stórbrotið svo vægt sé til orða tekið. Sléttir grasbalar og hyldjúpar tjarnir innan um stór björg á hæð viðfjölbýlishús. Í Stórurð er talsvert snjóþungt og því skyldu ferðamennspyrjast fyrir um snjóalög ef þeir eru á ferðinni snemma sumars. Ekki erráðlegt að ganga í stórurð án leiðsagnar staðkunnugra fyrr en komið erfram í júlimánuð!

Ganga utan merktra leiða í Stórurð getur verið vafasöm í þoku, en þá erauðvelt að villast þar. Frá Stórurð liggur merkt leið inn á þjóðveginn í Ósfjalli, önnur upp á Vatnsskarð og síðan tvær merktar gönguleiðir tilBorgarfjarðar, báðar mjög áhugaverðar. Önnur er upp urðina og áframum Eiríksdalsvarp og niður að Hólalandi, innst í Borgarfirði en hin er yfirMjóadalsvarp og áfram um Grjótdalsvarp og komið niður í Bakkagerði, þorpið í Borgarfirði eystra.
Gengið frá þjónustuhúsi á Vatnsskarði (65°33,71- 13°59,56) aðkrossgötum sunnan Mjóadalsvarps (65°31,10- 13°59,36). Stikuð hringleiðer um Stórurð og þar er kassi með gestabók og stimpli. Göngufólk erhvatt til að halda sig á merktum leiðum. Hægt er að velja nokkrar leiðir tilbaka úr Stórurð t.d. niður á bílaplan á Vatnsskarðsvegi (65°33,71- 13°59,56) og einnig er hægt að ganga til Njarðvíkur að þjóðvegi(65°33,05-13°58,24). Best er að fara í Stórurð eftir miðjan júlí og fram í miðjan september.
Sjá bækling með gönguleið hér.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Simi: +354 471 2320
X