Þerribjarg (N65°45.336-W14°20.990) // Erfitt – Difficult // 5 klst/hrs

Nokkuð brött og erfið ganga. Ekið er upp á Hellisheiði og þaðan eftir vegarslóða þar til komið er efst í Kattárdalsdrög.
Vegarslóðinn liggur niður í Kattárdal. Þar er skilti þar sem bílum er lagt og gangan hefst. Stikað er frá skiltinu fram á brún ofan við Múlahöfnina. Þaðan (65°45.144-W14°21.964) liggur kindagata niður fyrir brúnina niður skriðuhrygg og niður í Múlahöfn. Höfnin er frábær náttúrusmíð gerð af meistarans höndum, umgirt bríkum og dröngum á tvo vegu.
Múlahöfn var gerð löggilt verslunarhöfn 1890 en aðeins var skipað þar upp einu sinni þar sem erfitt var að koma vörum til byggða. Frá Múlahöfninni er síðan gengið meðfram sjónum í norður út á ytri tangann.
Þar blasir við Þerribjarg og þar undir Langisandur. Hólkurinn með gestabók og stimpli er við stíginn niður á sandinn. Allir ættu að ganga sandinn undir Þerribjargi áður en haldið er til baka.

Sjá bækling með gönguleið hér.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X