Egilsstaðastofa Visitor Center er staðsett við tjaldstæðið á Egilsstöðum.
Hún annast almennt upplýsingastarf á sviði ferðamála, verslunar og þjónustu með sérstaka áherslu á Fljótsdalshérað en er einnig stoppistöð fyrir fólksflutningsbíla.

Egilsstaðastofu er ætlað að styrkja og efla upplýsingagjöf um Fljótsdalshérað sem áfangastað ferðamanna og verslunar og þjónustumiðstöð. Einnig er henni ætlað að leysa þörf fyrir almenningssalerni og bæta aðstöðu fyrir fólksflutningabíla í miðbæ Egilsstaða.
Þetta er gert með því að samnýta krafta Fljótsdalshéraðs, Þjónustusamfélagsins á Héraði og Austurfarar sem rekur einnig tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

Opnunartímar:
1.maí – 31. maí er opið frá 8.00 – 15.00 alla virka daga.
1.júní – 31. ágúst er opið frá 7:00 – 23:00 alla daga.
1.sept – 30. sept er opið alla virka daga frá 8.00 – 15.00.
1.okt – 30.apríl 2018 er opið frá 8.00 – 12.00 alla virka daga.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

X