Sláturhúsið og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs er til afnota fyrir íbúa sveitarfélagsins sem og alla þá sem vija taka þátt í alhliða listsköpun og njóta lista á sem flestum sviðum þó áherslan sé á sviðslistir.

Í Sláturhúsinu eru vinnustofur, sýningar- og tónleikasalir, hljóðstudíó, Veghúsið ungmennahús og listamannaíbúð sem er gisti- og dvalaraðstaða fyrir listamenn sem sækja um vinnuaðstöðu í Sláturhúsinu.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

Vefur: https://slaturhusid.is/
Myndbönd: https://www.youtube.com/slaturhusid

Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar í síma 897 9479 eða á netfangið mmf@egilsstadir.is

X